Nafli alheimsins

Fjölmiðlar snúast um sjálfa sig

Gaman væri...

... að skella flugumferðarstjórum á hjúkrunarvakt í mánuð og sjá hvort þeim fyndist ekki eðlilegt að krefjast hærri launa en 809 þús. á mánuði fyrir þau störf.
mbl.is Ekkert flogið innanlands í fjóra klukkutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutningur

Ég hef ákveðið að flytja aðsetur mitt hingað.

Sjáumst ;o)


Lúxusmæða frh.

Eftir pistilinn hér að neðan um vegabréfin, verð ég að segja að eftir allar ferðirnar og umstangið í kringum umsókn um vegabréf fyrir Sigga og endurnýjun á mínu, fannst mér hlægilegt þegar afgreiðslustúlkan sagði mér að vegabréfin yrðu send heim til okkar með pósti. Ég sem var búin að sætta mig við að það væri ekkert sjálfsagt mél að fá vegabréf. Svo mega vegabréfin bara liggja í stigagöngum án nokkurs eftirlits. Gaman að þessu.

 


Lúxusmæða

Ég er búin að fara tvisvar í heimsókn til Ríkislögreglustjóra í Borgartúni 7 síðustu daga, í þeim erindagjörðum að nýtt vegabréf fyrir mig og  vegabréf fyrir soninn. Fyrst fór ég með gamla passann minn og sá miða á vegg um að það þyrfti að fylla út eyðublöð áður en ég færi til gjaldkera. Hhmmm, hugsaði ég, þarf ég að fylla eitthvað út? Jú þar sem sonurinn er að sitt fyrsta vegabréf þarf að sjálfsögðu að fylla út upplýsingar um hann og forráðamenn. Æi, svo þurfti ég að fá votta að því að hann væri sonur okkar foreldrana. Allt í lagi, ég hristi hausinn yfir skriffinnsku veseninu, kom út og það var sprungið á bílnum. Allt í lagi, ég reddaði því, skipti um dekk í fyrsta skipti alveg sjálf og var bara nokkuð ánægð með mig að vera svona æðrulaus. Þennan dag gat ekkert haggað mér.

Tveimur dögum síðar mætti ég aftur í Borgartún 7, með útfylltan og vottaðann pappír upp á að sonur okkar Egils væri sonur okkar. Góður dagur, gott veður og allt fallegt, þangað til gjaldkerinn benti mér á að ég væri ekki með soninn með mér. Hhmmm, hugsaði ég, voðalega get ég verið vitlaus, auðvitað þarf meira en pappír til að vegabréf fyrir barn sem er hvergi til mynd af í neinu kerfi, allt í lagi, þá geng ég bara frá mínum passa og kem svo aftur með strákinn seinna. Rétti afgreiðslustúlkunni kreditkortið, en þá kom í ljós að það verður að staðgreiða til að vegabréf. Hhmmm...  þessi fallegi dagur hvarf eins og dögg fyrir sólu og ég fann mig knúna til að hnýta í hjálplega afgreiðslustúlkuna, að það mættu nú vera betri upplýsingar hjá þeim(samt ekki með leiðinlegum tón, bara svona mæðulegum) hún var sem betur fer hin rólegasta og benti mér á www.vegabref.is og allar upplýsingar um vegabréf á stóru plakati á veggnum fyrir aftan mig. Jæja, frekar mikið vesen á mér, bara af því ég kynnti mér málið illa, ég muldraði eitthvað um að þurfa að koma í þriðja skiptið og fór með fýlusvip.

Á leiðinni út í bíl fussaði ég og sveiaði yfir þessu veseni fram og til baka þar til ég áttaði mig á því að ég var að sækja um vegabréf, ekki vegabréf. Innilegt lúxusvandamál. Að halda að það sé sjálfgefið að fá vegabréf fyrir sig og sína þegar manni hentar. Mikið skammast ég mín fyrir að hafa verið svona mæðuleg við afgreiðslustúlkuna og enn meira fyrir að hafa litið á vegabréfið sem sjálfsagðan hlut. Ofboðslega hefur maður það gott.

Ef ég hitti þessa afgreiðslustúlku ekki aftur þegar ég fer í þriðja skiptið, bið ég hana hér með afsökunar.


Komin tími...

...til að það verði dregið fram í dagsljósið að konur hafi verið tilraunadýr í tugi ára. Þó svo að pillan sé merkileg uppfinning og hafi forðað margri stúlkunni frá ótímabærri óléttunni þá hefur mér alltaf fundist hún hafa furðulega margar og miklar aukaverkanir. Skrítið að það þurfi alltaf stórmál til að hrinda af stað umræðu um svona mál.


mbl.is Fékk blóðtappa í lungu vegna Yasmin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makkavænt Moggablogg

Ég tók eftir því um daginn þegar ég stalst í Makka mannsins míns að ég gat ekki set inn athugasemd á Moggabloggsíðu, þetta var mjög skemmtileg athugasemd svo mér fannst þetta miður. Og nú hef ég fengið staðfestingu á því frá vinkonu sem á Makka að þetta er þekkt vandamál, og hún getur ekki gert athugasemdir við mínar færslur, sem er mjög miður því hún er mjög skemmtileg, svei mér þá ef hún er ekki bara skemmtilegri en síðuritari.

Ég spyr því hvort það er einhver leið framhjá þessu önnur en að skipta um vafra í Makkanum? Eða er Moggabloggið að úthýsa Makkafólki?


Hæg austlæg eða breytileg með skúrum eða rigningu

Sumarið ætlar ekki að hitta á næstu helgi. 

En Veðurstofuvefurinn hefur fengið flotta yfirhalningu, hann er orðin notendavænn. Æðislegt, ég verð bara inni og skoða veðurvefinn um helgina.

 


Ég vil ekki sofa í þessu búra-rúmi

Það er líklega fátt sem ég á eftir að efast eins mikið um um ævina og móðurhæfileika mína. Ég hef mætt ofjarli mínum, syni mínum. Hann er tveggja ára.

En sem betur fer eftir að hafa klifið tilfinningaskalann á klukkutíma og korteri, verið góða mamman sem var til í að lesa aðra bók og gefið ótakmarkað magn af vatni í græna glasinu, verið ákveðna mamman með harða tóninn(ég var orðin bálreið) sem gaf enga sénsa og að lokum verið æðrulausa mamman(algjör uppgjöf) sem lét máttarvöldunum það eftir hvort barnið myndi einhvern tíma sofna, stendur fyndna setningin upp úr: "ég vil ekki sofa í þessu búra-rúmi". Þvílík snilld. Eftir ótæpilegan þroskandi lestur á Barbapabba bókunum skilur gormurinn ekkert í því að foreldrar hans geymi hann í búri á nóttunni. Það er jafn fáránlegt og að hýsa Barbapappa í dýragarði.

Þessi bjór verður góður og þökk sé máttarvöldunum og Skjá einum plús, missti ég ekki af Heroes, ég held að það verði bara allt í lagi með mig.


Video did not Kill the Radio Stars

Ég elska Rás 1 og 2 um helgar. Ég má varla vera að því að gera nokkurn skapaðan hlut því útvarpsdagskráin er svo þétt. Ég tek allan pakkann á Rás 2 á sunnudögum, elska Margréti Blöndal yfir morgunkaffinu og pönnukökubakstrinum, á eftir að sakna Ævars Arnars Jósepssonar eftir hádegið, vona að hann verði áfram þó kosningum sé lokið. Tvíhöfði grætir mig úr hlátri og svo er Guðrún Gunnars með snilldar þætti kl.15.00 þar sem hún ræðir á sjaldheyrðan hátt við tónlistarfólk. Svo hef ég heyrt því fleygt að Sniglabandið fari aftur í loftið í sumar, algjör snilld!

Á laugardögum stendur svo uppúr að áðurnefnd Guðrún Gunnars og Felix Bergsson eru ótrúlega færir dagskrárgerðarmenn, auk þess að vera fagmenn fram í fingurgóma eru þau hrikalega skemmtileg. Þeim einum hefur tekist að gera plögg að skemmtilegu umfjöllunarefni í mín eyru.

Heilög stund er svo Orð skulu standa á Rás 1, ég er ekki heil manneskja ef ég missi af þeim þætti.

Áfram Útvarpið!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband