Ég vil ekki sofa í þessu búra-rúmi

Það er líklega fátt sem ég á eftir að efast eins mikið um um ævina og móðurhæfileika mína. Ég hef mætt ofjarli mínum, syni mínum. Hann er tveggja ára.

En sem betur fer eftir að hafa klifið tilfinningaskalann á klukkutíma og korteri, verið góða mamman sem var til í að lesa aðra bók og gefið ótakmarkað magn af vatni í græna glasinu, verið ákveðna mamman með harða tóninn(ég var orðin bálreið) sem gaf enga sénsa og að lokum verið æðrulausa mamman(algjör uppgjöf) sem lét máttarvöldunum það eftir hvort barnið myndi einhvern tíma sofna, stendur fyndna setningin upp úr: "ég vil ekki sofa í þessu búra-rúmi". Þvílík snilld. Eftir ótæpilegan þroskandi lestur á Barbapabba bókunum skilur gormurinn ekkert í því að foreldrar hans geymi hann í búri á nóttunni. Það er jafn fáránlegt og að hýsa Barbapappa í dýragarði.

Þessi bjór verður góður og þökk sé máttarvöldunum og Skjá einum plús, missti ég ekki af Heroes, ég held að það verði bara allt í lagi með mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Erla Sigurðardóttir

Þættinum hefur borist bréf sem er hér birt með leyfi bréfritara:

Það fer í taugarnar á mér að geta ekki kommentað hjá þér. Moggabloggið skilur ekki Makka og ég þarf að skipta um vafra til að geta kommentað á Moggablogg.

Börn eru útsmognustu og þrautseigustu lífverur jarðar. Þau vinna, hvernig sem á málið er litið. Maður bara telur sér trú um annað, geðheilsunnar vegna.

shv

Sigrún Erla Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband