Lúxusmæða

Ég er búin að fara tvisvar í heimsókn til Ríkislögreglustjóra í Borgartúni 7 síðustu daga, í þeim erindagjörðum að nýtt vegabréf fyrir mig og  vegabréf fyrir soninn. Fyrst fór ég með gamla passann minn og sá miða á vegg um að það þyrfti að fylla út eyðublöð áður en ég færi til gjaldkera. Hhmmm, hugsaði ég, þarf ég að fylla eitthvað út? Jú þar sem sonurinn er að sitt fyrsta vegabréf þarf að sjálfsögðu að fylla út upplýsingar um hann og forráðamenn. Æi, svo þurfti ég að fá votta að því að hann væri sonur okkar foreldrana. Allt í lagi, ég hristi hausinn yfir skriffinnsku veseninu, kom út og það var sprungið á bílnum. Allt í lagi, ég reddaði því, skipti um dekk í fyrsta skipti alveg sjálf og var bara nokkuð ánægð með mig að vera svona æðrulaus. Þennan dag gat ekkert haggað mér.

Tveimur dögum síðar mætti ég aftur í Borgartún 7, með útfylltan og vottaðann pappír upp á að sonur okkar Egils væri sonur okkar. Góður dagur, gott veður og allt fallegt, þangað til gjaldkerinn benti mér á að ég væri ekki með soninn með mér. Hhmmm, hugsaði ég, voðalega get ég verið vitlaus, auðvitað þarf meira en pappír til að vegabréf fyrir barn sem er hvergi til mynd af í neinu kerfi, allt í lagi, þá geng ég bara frá mínum passa og kem svo aftur með strákinn seinna. Rétti afgreiðslustúlkunni kreditkortið, en þá kom í ljós að það verður að staðgreiða til að vegabréf. Hhmmm...  þessi fallegi dagur hvarf eins og dögg fyrir sólu og ég fann mig knúna til að hnýta í hjálplega afgreiðslustúlkuna, að það mættu nú vera betri upplýsingar hjá þeim(samt ekki með leiðinlegum tón, bara svona mæðulegum) hún var sem betur fer hin rólegasta og benti mér á www.vegabref.is og allar upplýsingar um vegabréf á stóru plakati á veggnum fyrir aftan mig. Jæja, frekar mikið vesen á mér, bara af því ég kynnti mér málið illa, ég muldraði eitthvað um að þurfa að koma í þriðja skiptið og fór með fýlusvip.

Á leiðinni út í bíl fussaði ég og sveiaði yfir þessu veseni fram og til baka þar til ég áttaði mig á því að ég var að sækja um vegabréf, ekki vegabréf. Innilegt lúxusvandamál. Að halda að það sé sjálfgefið að fá vegabréf fyrir sig og sína þegar manni hentar. Mikið skammast ég mín fyrir að hafa verið svona mæðuleg við afgreiðslustúlkuna og enn meira fyrir að hafa litið á vegabréfið sem sjálfsagðan hlut. Ofboðslega hefur maður það gott.

Ef ég hitti þessa afgreiðslustúlku ekki aftur þegar ég fer í þriðja skiptið, bið ég hana hér með afsökunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk fyrir þetta. þorði ekki annað en að gá og viti menn, passi sonar míns runninn út og brottför eftir viku

viðvaningur (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband