Video did not Kill the Radio Stars

Ég elska Rás 1 og 2 um helgar. Ég má varla vera að því að gera nokkurn skapaðan hlut því útvarpsdagskráin er svo þétt. Ég tek allan pakkann á Rás 2 á sunnudögum, elska Margréti Blöndal yfir morgunkaffinu og pönnukökubakstrinum, á eftir að sakna Ævars Arnars Jósepssonar eftir hádegið, vona að hann verði áfram þó kosningum sé lokið. Tvíhöfði grætir mig úr hlátri og svo er Guðrún Gunnars með snilldar þætti kl.15.00 þar sem hún ræðir á sjaldheyrðan hátt við tónlistarfólk. Svo hef ég heyrt því fleygt að Sniglabandið fari aftur í loftið í sumar, algjör snilld!

Á laugardögum stendur svo uppúr að áðurnefnd Guðrún Gunnars og Felix Bergsson eru ótrúlega færir dagskrárgerðarmenn, auk þess að vera fagmenn fram í fingurgóma eru þau hrikalega skemmtileg. Þeim einum hefur tekist að gera plögg að skemmtilegu umfjöllunarefni í mín eyru.

Heilög stund er svo Orð skulu standa á Rás 1, ég er ekki heil manneskja ef ég missi af þeim þætti.

Áfram Útvarpið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo sammála ;)

Gunni Steinn (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband